Þú þarft örugglega að flytja netsambandið þitt þegar þú flytur.
Og þú vilt ekki vera sambandslaus í 2 vikur á meðan þú þokast upp einhvern verkefnalista. Talaðu við okkur áður en þú flytur og við gerum biðtímann eins stuttan og hægt er.
Er nýja heimilið stærra en það gamla? Eða á tveim hæðum?
Kannski er einn router ekki nóg lengur. Þá setjum við þráðlausan sendi á hina hæðina og fáum gott samband í allt húsnæðið.

Við höfum sérfræðinga í öllu sem snýr að tölvu og netbúnaði, menn sem hafa stýrt og þjónustað tölvu og netkerfi margra helstu stofnana og fyrirtækja landsins.
Við bjóðum topp búnað og topp þjónustu í öllu sem við gerum.


Categories: Þjónusta